Í morgun gerði skyndilega hreint ofsaveður og engin kostur á að dvelja úti hvorki fyrir nemendur né aðra. Margir hafa haft samband og haft áhyggjur af börnum sínum. Ekki er ástæða til að hafa áhyggjur því neyðaráætlun er virkjuð og stundatöflum breytt miðað við aðstæður. Allir nemendur eru í öruggum höndum og komnir inn í hús.
Þessi skyndilegi veðurhvellur minnir okkur á að við þurfum ávallt að vera undirbúin undir veðurofsa og bregðast við af yfirvegun og skynsemi. Ef veður helst áfram slæmt fram eftir degi eru foreldrar beðnir um að sækja yngstu börnin við skólalok.