Íþróttir á degi íslenskrar tungu og Covid

 

 

Íþróttir í 7. bekk hafa ekki verið með hefðbundnum hætti að undanförnu. Við höfum farið út annan hvern dag og gert þrekæfingar. Á Degi íslenskrar tungu breyttum við svo aðeins til og gerðum stafrófsæfingu. Hún virkar þannig að hver stafur stafrófsins á sér æfingu og nemendur stafa sig í gegnum nafnið sitt og gera tilheyrandi æfingar.

Nemendur voru hrifnir af þessari nýbreytni enda unna þeir móðurmálinu.