Jóladagatal grunnskólanna á www.umferd.is

Jóladagatal grunnskólanna verður á sínum stað á vefnum www.umferd.is. Alla daga í desember birtist ný spurning sem börnin geta svarað þegar þau opna jóladagatalið. Tilgangur dagatalsins er að rifja upp mikilvægar umferðarreglur sem hverju barni er nauðsynlegt að kunna. Í dagatalinu segir frá fjörugum krökkum sem fara í ævintýraferð í leit að jólasnjónum og læra í leiðinni umferðarreglurnar og ýmislegt fleira.

Með þátttöku komast nemendur í verðlaunapott en tveir heppnir þátttakendur eru dregnir út á hverjum degi og fá senda Jólasyrpu frá Eddu útgáfu.

Þátttakendur geta merkt svör sín með nafni bekkjar og skóla en þannig kemst bekkurinn í sérstakan bekkjarverðlaunapott.   

Í janúar verður svo einn heppinn bekkur dreginn út og hlýtur hann að launum pítsuveislu og DVD mynd. Nemendur og bekkir eru hvattir til að taka þátt í jóladagatalinu sem er í senn skemmtilegt og fræðandi.

      Jóladagatal grunnskólanna á     www.umferd.is frá 1. til 24. desember.