Jólafjör í íþróttahúsinu

Það er búið að vera ansi mikið fjör og skemmtileg jólastemmning í íþróttahúsinu síðustu daga.

7.-10. bekkur fór í jólabadminton þar sem við slökktum ljósin í salnum, skreyttum netin með seríum og notuðum ljósafjaðrir til að slá á milli með. Jólatónlistin ómaði og skemmtu nemendur sér vel í tímanum og tóku vel á því😊