Jólakveðja til bæjarbúa

Þessa dagana eru nemendur Grundaskóla að bera út jólakort til bæjarbúa, heilsa uppá fólk í skólahverfinu og jafnvel syngja eða spila fyrir gesti og gangandi.
Þessar jólakveðjur eru árlegt verkefni í desember og við viljum færa öllum hlýjar jólakveðjur og skapa hinn sanna jólaanda. Öll kort og jólagjafir eru að sjálfsögðu útbúnar af nemendum. Í þessu verkefni þjálfum við okkur í að skrifa fallega kveðju, lesa af kortinu, færa öðrum góða kveðju og styrkja félagsleg samskipti.
 
Grundaskóli vill jafnframt þakka frábærar móttökur á fjölmörgum heimilum, stofnunum og fyrirtækjum.
Akranes er OKKAR 🥰🥰🥰