Í desember hefur hver leiksýningin rekið aðra í Grundaskóla og í morgun var komið að jólaleikriti nemenda og foreldra frá Ukraínu.
Jólaleikrit nýbúa í Grundaskóla var flutt á íslensku og stóðu allir þátttakendur sig frábærlega og voru hylltir af öðrum nemendum skólans í lok sýningar.
Allur hópurinn fær hrós fyrir að leggja sig vel fram í íslenskunáminu og taka þátt í skólastarfinu okkar af heilum hug. Í lok sýningar fengu allir áhorfendur afhenta sérmálaða piparköku frá leikhópnum.
Sendum öllum bestu óskir um gleðileg jól
Takk fyrir frábæra sýningu.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is