11.12.2015
Mánudaginn 14. desember verður Jólasamsöngurinn okkar í Grundaskóla haldinn í íþróttahúsinu að Jaðarsbökkum og hefst dagskráin klukkan 10:00.
Líkt og á fyrri söngstundum okkar í íþróttahúsinu verður gríðarlegur fjöldi nemenda og annarra gesta í salnum. Skipulagið verður með sama sniði og áður þannig að nemendur mæta ekki allir á sama tíma. Nemendur í unglingadeild halda af stað úr skólanum kl. 9:35, nemendur af miðstigi kl. 9:40 nemendur afyngsta stigi og leikskólum kl. 9:50. Gengið verður inn um stóru hurðina við enda hússins og mega allir fara inn á skónum.
Nemendur á yngsta stigi og gestir frá leikskólum bæjarins sitji fremst í salnum og síðan koll af kolli. Umsjónarkennarar (eða þeir sem hafa með umsjón með bekknum í þessum tíma) fylgja sínum bekkjum en aðrir kennarar og starfsfólk aðstoða þá við að koma að skipulaginu í íþróttahúsinu.
Að samsöngnum loknum eiga nemendur á unlingastigi að yfirgefa salinn fyrst, síðan nemendur á miðstigi og lokum nemendur á yngsta stigi og frá leikskólunum. Það er mjög mikilvægt að umsjónarkennarar brýni þetta fyrir nemendum áður en haldið er af stað út í íþróttahús, sem og að biðja þá um að sýna biðlund ef tafir verða.
Lögin sem sungin verða eru:
Bráðum koma blessuð jólin
Gekk ég yfir sjó og land
Boðskapur Lúkasar
Ég hlakka svo til
Kertasníkir
Ég sá mömmu kyssa jólasvein
Ó, Grýla
Snjókorn falla
Bjart er yfir Betlehem
Nemendur munu skiptast á að leiða sönginn og einnig munu nokkrir leika á hljóðfæri. Við fáum að hitta nokkrar
persónur úr jólasveinaleikriti 7. bekkjar og Hátónsbarkar Grundaskóla 2015-2016, Rakel og María Dís, flytja sigurlagið sitt.
Að venju verður söngtextunum varpað á tjald og ættu því allir að geta sungið með!