Það ríkir alltaf mikil spenna og leynd yfir jólasveinaleikritinu en nemendur í 7. bekk hafa verið að æfa fyrir frumsýningu sem verður á morgun. Leikritið í ár er líkt og í fyrra unnið undir handleiðslu Samúels Þorsteinssonar og Elfu S. Ingimarsdóttur. Við getum upplýst að þátttakendur í leikritinu hafa aldrei verið fleiri og því má segja að um sannkallað stórverk sé hér um að ræða. Varðandi söguþráðinn er hins vegar erfitt að upplýsa þannig að menn verða að bara mæta til að vita eitthvað um hann. Hér er sem segir í textanum.....Hvað það verður veit nú enginn,. vandi er um slíkt að spá.... En eitt er víst að alltaf verður.... ákaflega gaman þá.
Leiksýningar verða sem hér segir miðvikudaginn 16.12 2015:
Yngsta stig klukkan 8.30
Miðstig klukkan 10.00
Unglingastig klukkan 11.10
Foreldrasýning klukkan 18
Góða skemmtun gott fólk :)
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is