Jólasýning í uppbyggingu

Eins og mörg fyrri ár heldur 7. bekkur utanum jólaleiksýningu í Grundaskóla og engin breyting verður á því í ár þrátt fyrir Covid og önnur leiðindi sem steðja að. Það er Gunnar Sturla sem er leikstjóri þetta árið og heldur utanum heildarverkefnið ásamt aðstoðarliði. Jólahald í Grundaskóla er í föstum skorðum með hátíðarsýningum, jólamat, stofujólum og samsöng hjá yngstu nemendunum.

Til að tryggja að allir geti séð leiksýningar eru þær teknar upp og sendar út til eldri bekkja og árganga.

Hér má sjá myndir af uppsetningarvinnu á leikmynd og síðust handtökunum fyrir sýningu sem verður fimmtudaginn 16. desember en þá er rauður dagur í skólanum og hátíðamatur í mötuneytinu.

Grundaskóli er OKKAR