Á hverju ári er haldin svokölluð kaffistofukeppni í Grundaskóla. Skólinn er frábrugðinn öðrum skólum á margan hátt og eitt af því er að í skólanum eru margar litlar kaffistofur en ekki eins stór eins og algengast er. Í desember ár hvert er haldin sérstök keppni milli starfsfólks og nemenda er tilheyra hverri kaffistofu fyrir sig um hver hefur flottustu kaffistofuna. Í dag fór keppnin fram árið 2015 og líkt og fyrri ár var hreinlega allt lagt undir og úr varð glæsileg sýning sem fjöldi gesta kom til að sjá. Frábær dagur fyrir nemendur, starfsfólk og gesti. þeir sem hafa áhuga á að skoða myndaveislu frá deginum geta farið inn á facebooksíðu skólans og séð að þetta er alvöru keppni :)
sjá myndasyrpu: https://www.facebook.com/media/set/?set=a.1009481892442063.1073742322.601593966564193&type=3
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is