Grundaskóli auglýsir eftir kennurum tímabundið fyrir næsta skólaár.
Fyrir skólaárið 2021-2022 eru auglýst eftirtalin lausráðin störf við skólann:
· Stærðfræði og náttúrufræði á mið- og unglingastigi. Tímabundin ráðning
· Íþróttakennari. 50-60% tímabundin afleysing.
· Heimilisfræðikennari á öllum stigum 50-60% tímabundin ráðning
· Verk- og listgreinar með áherslu á smíðakennslu. Tímabundin ráðning
Helstu verkefni og ábyrgð
Í Grundaskóla eru gerðar kröfur til nemenda og starfsfólks um dugnað, reglusemi, góða umgengni, góða ástundun og gagnkvæma virðingu.
Menntunar- og hæfniskröfur
· Leyfi til að nota starfsheitið kennari.
· Tengd og viðeigandi háskólamenntun
· Færni í samskiptum, lipurð, sveigjanleiki og jákvæðni
· Reynsla og áhugi á að starfa með börnum
· Hæfni og áhugi á að starfa og tileinka sér teymisvinnu
· Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
· Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð og stundvísi
· Góð íslenskukunnátta
· Hreint sakavottorð
Athugið að skv. 19 gr. laga 95/2019 eru þessi störf auglýst í annað sinn.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins og Kennarasambands Íslands.
Nánari upplýsingar veita skólastjórnendur síma 433 1400 eða á netfanginu grundaskoli@grundaskoli.is
Umsóknarfrestur er til og með 11. maí n.k. Umsóknir skulu sendar á netfangið grundaskoli@grundaskoli.is
Öllum umsóknum skal fylgja yfirlit yfir nám og/eða fyrri störf og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is