Kennslu lýkur kl. 11:30 föstudaginn 30. október

Útför Guðbjarts Hannessonar, fyrrum skólastjóra Grundaskóla, verður gerð frá Akraneskirkju næstkomandi föstudag 30. október kl. 14.00. Öll kennsla í Grundaskóla fellur niður frá kl. 11.30 og skrifstofa skólans lokar frá sama tíma. Starfsemi skóladagvistar flyst úr skólanum frá sama tíma. Foreldrar barna sem eru í skóladagvist fá nánari fréttir þar að lútandi frá deildarstjóra skóladagvistarinnar.