Samkvæmt rannsóknum sjá börn allt niður í sex og sjö ára klám óvart á netinu og vísbendingar eru um að fyrsta áhorf barna á klámi sé í kringum 11 ára aldur.
Næstum helmingur drengja í 10. bekk horfir á klám mjög reglulega (frá vikulega upp í oft á dag). Sú upplýsingagjöf er því margföld – þúsundföld – á við raunverulega kynfræðslu til ungmenna þar sem áhersla er lögð á samskipti og samþykki í kynlífi, öryggi og vellíðan.
Vegna umfangs og aðgengis kláms er mikilvægt að foreldrar fræði börnin sín um skaðsemi þess, og reyni að bregðast við klámáhorfi þeirra.
Stígamót hafa nú gefið út leiðbeiningar um hvernig sé gott að taka þetta samtal við börn og ungmenni.
Leiðbeiningarnar eru hér. Hefjum nú samtalið fyrir alvöru. Það er svo mikið í húfi.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is