Klámspjallið

Sam­kvæmt rann­sóknum sjá börn allt niður í sex og sjö ára klám ó­vart á netinu og vís­bendingar eru um að fyrsta á­horf barna á klámi sé í kringum 11 ára aldur. 

Næstum helmingur drengja í 10. bekk horfir á klám mjög reglulega (frá vikulega upp í oft á dag). Sú upplýsingagjöf er því margföld – þúsundföld – á við raunverulega kynfræðslu til ungmenna þar sem áhersla er lögð á samskipti og samþykki í kynlífi, öryggi og vellíðan.

Vegna umfangs og aðgengis kláms er mikilvægt að foreldrar fræði börnin sín um skaðsemi þess, og reyni að bregðast við klámáhorfi þeirra.

Stíga­mót hafa nú gefið út leið­beiningar um hvernig sé gott að taka þetta sam­tal við börn og ung­menni.

Leið­beiningarnar eru hér. Hefjum nú sam­talið fyrir al­vöru. Það er svo mikið í húfi.

https://stigamot.is/klamspjall/