Klepparamót í 7. bekk

Í vikunni var klepparamót í 7. bekk.

Kleppari er eitt vinsælasta spilið hjá krökkunum í árganginum til að grípa í þegar tími gefst og það voru því 80 alsælir nemendur sem settust til borðs og spiluðu kleppara í matsalnum.

Nemendum var skipt á tvö borð, spilað í 7 mínútur í senn og þeir sem unnu spilið færðust upp um eitt sæti.

Úr varð að Aþena Lóa stóð uppi sem sigurvegari á mótinu með 8 stig en hún vann öll sín spil.

Virkilega skemmtilegt uppbrot í skólastarfinu.