Barnakór Grundaskóla fór í heimsókn á Höfða í dag og sungu nokkur vel valin lög fyrir fólkið.
Við sungum Ein á báti, Krummavísur, Blátt lítið blóm eitt er, Hafið bláa hafið, Í löngu máli, Manstu ekki eftir mér, Calypso, I like the flowers, Á íslensku má alltaf finna svar og síðan eitt frumsamið lag sem stúlkurnar sömdu alveg sjálfar, bæði texta og lagið sjálft.
Það fékk vinnuheitið VETUR og hljómar svona:
Ég skauta í skógræktinni
Og fæ kakó í kósí inni
Það er mikil snjókoma ég bíð og vona
Að jólasveinarnir koma
Ég fer í kirkjukór
Þegar ég verð stór
Ég hleyp í snjó í kulda og frost
Og fæ mér svo kakó, brauð, sultu og ost
Hér má sjá myndskeið og nokkrar myndir af heimsókninni:
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is