Stjórnmálaverkefnið í 6.bekk heppnaðist mjög vel. Þegar nemendur höfðu tekið saman helstu stefnumál flokkanna og sett upp á plaköt og gert kynningarmyndbönd var komið að kynningum. Hver og einn hópur vann saman að flottum kynningum. Það var virkilega gaman að sjá hvað það var sem greip nemendurna. Hvað var það sem skipti þá mestu máli.
Í lok allra kynninganna fengu nemendur kjörseðil og fengu tækifæri á að kjósa flokk sem höfðaði til þeirra.
Flokkur fólksins stóð uppi sem sigurvegarar og Píratar komu sterkir á eftir.
Einnig er gaman að segja frá því að í samráði við KrakkaRÚV horfðum við á kynningarmyndbönd frá flokkunum sem voru að bjóða sig fram. Í kjölfarið á því fengu nemendur aðra kjörseðla og kusu á ný. Niðurstöðurnar úr þeim kosningum voru á annan veg. Lýðræðisflokkurinn stóðu þar sem sigurvegarar.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is