Kosningaverkefni í Grundaskóla

Það er mikilvægt að skólastarf snúist um daglega verkefni og í nýloknum alþingiskosningum gafst tækifæri til að læra um lýðræðið og ólíka málaflokka tengt kosningum. Hvernig er boðið fram, um hvað snúast kosningar, hvernig er framboð skipulagt, hvernig er stefnuskrá mótuð og kynnt o.s.frv. Meðfylgjandi er frétt Skessuhorns um kosningar í 10. bekk í Grundaskóla sem fram fóru fyrir skömmu. Að gefnu tilefni þá komu engin vandræði komu upp hjá unglingunum með talningu atkvæða eða framkvæmd kosninganna.

Sjá meðfylkjandi link:

https://skessuhorn.is/2021/10/21/gengid-var-til-kosninga-i-grundaskola/