Í kvöld kom Vanda Sigurgeirsdóttir og kynnti verkefnið "Krakkar með krökkum" sem er leiðtogaþjálfun og forvarnarverkefni sem er að hefjast í Grundaskóla. Fjöldi fólks mætti á kynninguna og var nánast fullt út úr húsi. Nú er að hefjast skemmtilegt verkefni sem allt skólasamfélagið tekur þátt í og gaman verður að fylgjast með í framtíðinni. 9. bekkur fer fyrir verkefninu og fá nemendur sérstaka fræðslu og undirbúning á næstu dögum og vikum.
Við þökkum öllum þeim sem mættu á kynninguna. Þeir sem hins vegar misstu af þessum kynningarfundi geta fylgst með fréttum og umfjöllun hér á Weduc og í tilkynningum frá skólanum.
Í sameiningu ætlum við að efla börnin okkar og skólasamfélag.
Grundaskóli er OKKAR
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is