Kransakökunámskeið

Undanfarin ár hefur fermingarbörnum í 8. bekk gefist kostur á að sækja frístundanámskeið hér í skólanum ásamt foreldri eða öðrum fullorðnum aðstandenda. Verkefni námskeiðsins er að læra að baka kransaköku. Katrín Leifsdóttir, heimilisfræðikennari, sér um námskeiðið.
Eftirfarandi myndir voru teknar á einu slíku kvöldi og greinilegt að væntanlegu fermingarbörnin og aðstandendur hafi haft gaman af.