Kransakökunámskeið fyrir 8. bekk

Nú gefst fermingarbörnum í 8. bekk í Grundaskóla kostur á að sækja frístundanámskeið í skólanum ásamt foreldri eða öðrum fullorðnum aðstandanda.  

Markmið námskeiðsins er að læra að baka kransaköku. 

Skráning: Þátttakendur skrá sig hjá  skólaritara í tölvupósti eða í gegnum Weduc 

heida.vidarsdottir@grundaskoli   

Þið staðfestið skráninguna með því að greiða námskeiðsgjaldið við fyrsta tækifæri.  

Dagsetningar í boði: miðvikud. 9. mars. og fimmtud. 10. mars 

(Námskeiðið tekur eitt kvöld)  

Tími: kl 18:30 – ca. 20:00  

Staður: Heimilisfræðistofa Grundaskóla 

Námskeiðsgjald: 4000 kr. sem þið greiðið hjá ritara við skráningu 

Á námskeiðinu er kennt að:  

  • hnoða saman kransakökudeig 
  • móta úr deiginu 
  • setja í form og baka 
  • sprauta glassúr á kökuna og setja hana saman 
  • ganga frá kökunni í frost, kökurnar geymast vel í frosti (eitt ár í lagi) 

Skólinn á nokkur kransakökumót en ef þið eigið endilega koma með.  

Þið þurfið að kaupa hráefnið í kökuna, sem er: Kransakökumassi 1 kg, (kaupið hann í bakaríi það er öruggast), 2 pakkar flórsykur, 2 egg.  

Ef  þið af einhverjum orsökum getið ekki mætt á bókað kvöld látið vita tímanlega eða skiptið við einhvern á kvöldi. 

Vinsamlegt hafið grímur meðferðis til að tryggja smitvarnir. 

Kennari: Steindóra Steinsdóttir heimilisfræðikennari í Grundaskóla