Þann 17. mars s.l. barst endanleg skýrsla Verkís á úttekt á húsnæði Grundaskóla sem framkvæmd var vegna heilsufarseinkenna hjá nokkrum nemendum og starfsmönnum skólans.
Strax hófust aðgerðir í húsnæði skólans undir stjórn starfsmanna skipulags- og umhverfissviðs og allt kapp lagt á að bregðast við þeim niðurstöðum sem þá lágu fyrir samkvæmt framangreindum meginniðurstöðum úttektar Verkís.
Mánudaginn 6. september kl. 20 er foreldrum barna í Grundaskóla boðið til fundar með rafrænum hætti þar sem kynnt verður hvað hefur verið gert í skólanum frá því að aðgerðir hófust í skólanum í mars og hvað er fyrirhugað á næstu mánuðum. Jafnframt verður kynnt ný og metnaðarfull hönnun og uppbygging á skólanum.
Foreldrum gefst tækifæri til að spyrja skólastjóra og hönnuði um framkvæmdir sem og forsvarsmenn framkvæmdasviðs um endurbætur í Grundaskóla.
Hér fyrir neðan er slóð inn á fundinn og hvetjum við alla foreldra og forráðamenn til að fylgjast vel með og kynna sér þá miklu uppbyggingar vinnu sem fer fram í skólanum okkar.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is