Í vetur eru nemendur í 5. bekk búnir að vera að læra um víkinga og ferðir Eiríks rauða og Leifs heppna.
Þessi vinna er búin að fara fram bæði hjá umsjónarkennurum sem og í list- og verkgreinatímum. Til að sýna afrakstur þessarar miklu vinnu var foreldrum og aðstandendum boðið að koma á kynningu í skólanum. Þar voru til sýnis verkefnabækur og aðrir munir sem unnir voru í tengslum við þetta verkefni og rakin var saga Leifs heppna. Boðið var upp á veitingar sem nemendur útbjuggu í heimilisfræði.
Kv. Karitas Ósk, Eyrún og Sigga
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is