Lagt í vörðuna - leið að sjálfbærni

Í næstu viku fer þema af stað á miðstiginu sem heitir Lagt í vörðuna-leið að sjálfbærni. Við munum vera með sýningu á Vökudögum síðar í október í samvinnu við list- og verkgreinakennara .
Nú leitum við til ykkar að efni til að vinna með. Við þurfum helst að fá efniviðinn í síðasta lagi mánudaginn 5. okt.
Okkur vantar eitt og annað m.a.:

  • Garn – bæði bómullar- og ullargarn
  • Prjóna nr. 4 og 5 (muna að merkja með nafni ef þið viljið fá þá aftur)
  • Heklunálar nr 2. og 3 (muna að merkja með nafni ef þið viljið fá þær aftur)
  • Gömul föt – gallabuxur og boli/peysur
  • Gamla púða
  • Sokka – mega vera stakir, helst hvíta eða ljósa
  • Tölur
  • Niðursuðudósir
  • Krukkur
  • Plasttappa – af gosflöskum, mjólkurfernum, korktappa og lok af hverju sem er
  • Mjólkurfernur/rjúmafernur/allar fernur. Hreinar fernur sem ekki er búið að brjóta saman
  • Jógúrt- og plastdósir
  • Cheeriospakka
  • Eggjabakka
  • Pappadiska
  • Dagblöð
  • Tímarit
  • Gamla bækur sem má rífa niður
  • Trjágreinar (helst beinar)
  • Gömul raftæki – sem má rífa í sundur
Það er gott að eiga góða að og þegar margir leggja í púkkið þá verður þetta lítið mál.