Lagt í vörðuna - leið að sjálfbærni

Grundaskóli leggur mikla áherslu á listgreinakennslu og að hluta má merkja þessar áherlsu á árlegum Vökudögum á Akranesi. Í ár stendur skólinn, nemendur og starfsfólk að amk. þremur stórviðburðum. Þetta eru tónleikarnir Ungir gamlir, myndlistarsýningin Þar sem maður þekkir mann og sýningin Lagt í vörðuna - leið að sjálfbærni.
Sýningin, Lagt í vörðuna-leið að sjálfbærni er unnin af nemendum og starfsfólki á miðstigi og er sett upp í listgreinaálmu Grundaskóla. Opnun sýningarinnar verður mánudaginn 2. nóvember og verður opið frá 17 - 19.
Aðgangur ókeypis og eru allir hjartanlega velkomnir.