Skólakór Grundaskóla var þátttakandi á Landsmóti barnakóra í ár.
Ólíkt öðrum mótum er ekki keppt í kórsöng heldur snýst mótið um samveru og samkennd. 11 kórar tóku þátt í ár og þar af voru 200 börn.
Fyrsta slíka kóramótið var haldið árið 1977 í Reykjavík í Háskólabíó. Markmið þeirra er að efla tónmennt og þá sérstaklega kórsöng í skólum landsins.
Kórarnir æfa saman lög og halda svo tónleika á lokadeginum þar sem foreldrum og aðstandendum er boðið að koma og hlusta á afrakstur mótsins.
Þemað í ár var íslensk dægurlög og mátti heyra dægurlagaperlur, nýlegar og gamlar, óma um gangana í Hvolsskóla á Hvolsvelli en síðar voru tónleikarnir haldnir í Hvoli sem er félagsheimili bæjarins.
Einnig var kvöldvaka þar sem kórar komu með skemmtiatriði sem vakti mikla lukku en kórstjórar brugðu einnig á leik við mikinn fögnuð kórfélaga.
Meðfylgjandi eru myndir úr ferðinni. Kórstjóri er Lilja Margrét Riedel.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is