Langar ykkur að fræðast um hollt mataræði og leiðir að skemmtilegum og heilbrigðum lífsstíl?

Geir Gunnar Markússon, næringarfræðingur mun halda opinn fyrirlestur á netinu þri 25. janúar kl.20:00.

Á þessum fyrirlestri verður m.a farið í:
  • Hvað er heilbrigður lífsstíll?
  • Hvað er hollt mataræði?
  • Áhrif orkudrykkja á líkamann
  • Eiga unglingar að neyta fæðubótarefna
  • Skemmtilegar leiðir að heilbrigði
  • Andleg heilsa og mataræði
Hlekkur á streymið verður hægt að nálgast hér á eftirfarandi slóð á Facebook: https://www.facebook.com/events/679504040098049
Einnig má nálgast upplýsingar í gegnum heimasíðu Reykjanesbæjar sem stendur að viðburðinum.