Við í 4. bekk kunnum svo sannarlega að njóta og hafa gaman.
Í gær vorum við með skemmtun sem við köllum Ljósið þar sem við fengum tækifæri á að koma fram og vera með leikatriði fyrir krakkana í árgangnum.
Eina skilyrðið var að það yrði vel undirbúið og æft. Margir nemendur létu ljós sitt skína t.d. með hljóðfæraleik, söng, leikriti og tískusýningu. Þetta er góður liður í því að æfa sig í tjáningu og framkomu og ekki síst í því að horfa á aðra og hafa þögn á meðan.
Við erum strax farin að hlakka til næsta Ljóss sem verður eftir áramót og margir nú þegar byrjaðir að skipuleggja næsta atriði.
Eftir sýninguna var opnað fyrir hljóðnemann og tóku margir lagið sér og öðrum til skemmtunar. Sjá meðfylgjandi myndir.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is