LAUS STÖRF Í GRUNDASKÓLA FYRIR SKÓLAÁRIÐ 2022-2023
Grundaskóli er heildstæður grunnskóli með um 680 nemendur og 130 starfsmenn. Í Grundaskóla er metnaðarfullt skólastarf, gott starfsumhverfi og góð samvinna starfsfólks, nemenda, foreldra og annarra samstarfsaðila skólans. Í Grundaskóla eru gerðar kröfur til nemenda og starfsfólks um dugnað, reglusemi, góða umgengni, góða ástundun og gagnkvæma virðingu.
Grundaskóli auglýsir eftirfarandi stöður lausar til umsóknar fyrir skólaárið 2022-2023:
Hlutastörf, afleysing í valgreinum á unglingstigi og list- og verkgreinum í 1.-7.bekk
Menntun og hæfniskröfur:
· Leyfi til að nota starfsheitið kennari
· Færni í samskiptum, lipurð, sveigjanleiki og jákvæðni
· Reynsla og áhugi á að starfa með börnum
· Hæfni og áhugi á að starfa og tileinka sér teymisvinnu
· Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
· Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð og stundvísi
· Hreint sakavottorð Hér er sótt er um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar en einnig er hægt að sækja um í þjónustuveri bæjarins að Stillholti 16-18, 1. hæð. Umsóknarfrestur er til og með 3. júní. n.k. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags grunnskólakennara (FG) eða viðkomandi stéttarfélags fagaðila og Samninganefndar sveitarfélaga (SNS).
Nánari upplýsingar veita Sigurður Arnar Sigurðsson skólastjóri í tölvupósti á netfangið sigurdur.arnar.sigurdsson@grundaskoli.is og Flosi Einarsson, aðstoðarskólastjóri flosi.einarsson@grundaskoli.is. Upplýsingar má einnig afla með því að hringja á skrifstofu Grundaskóla
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is