Í gær sýndu nemendur og starfsmenn Grundaskóla, sem komu sem flóttamenn frá Úkraínu, leikverkið Lítið hús.
Leiksýningin er ævintýri um nokkur dýr sem þurfa húsaskjól og eru boðin velkomin á nýtt heimili. Verkið hefur sterka tengingu við stöðu flóttamanna sem þurfa að treysta á ókunnuga um hjálp. Þessi leiksýning er afar ánægjuleg og stóðu allir leikendur sig með miklum sóma. Það er full ástæða til að hrósa fyrir glæsilegan leik en þó ekki síður fyrir að öll börnin og hinir fullorðnu fluttu texta sinn á íslensku.
Húrra fyrir OKKAR fólki frá Úkraínu 😍
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is