Vikan 16. – 20. nóvember er lestrarvika á unglingastiginu. Í lestrarvikunni er lögð áhersla á lestur fjölbreyttra texta og hafa nemendur m.a. lesið greinar í dagblöðum og tímaritum, smásögur, þjóðsögur, ljóð og fræðitexta svo eitthvað sé nefnt.
Ingibjörg Ösp býður upp á kynningar á jólabókunum í ár á bókasafninu og einnig býðst nemendum að láta mæla leshraða sinn hjá Margréti Þorvaldsdóttur. Báðum þessum tilboðum hefur verið mjög vel tekið af nemendum og er óhætt að segja að það er nóg að gera hjá þeim stöllum báðum.
Nemendur vinna einnig ýmis verkefni í tengslum við lesturinn og er áhersla lögð á að þeir æfi sig í að rifja upp, endursegja og útskýra í munnlegri frásögn.
Einnig er vísnasamkeppni í gangi, nemendur búa til slagorð til að hvetja til lesturs og að sjálfsögðu eru allir hvattir til að setja myndir inn á instagram með myllumerkinu #lesturerbestur.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is