Lestrarvinir

Við erum lánsöm á yngsta stigi í Grundaskóla því í hverri viku koma lestrarvinir sem hlýða á nemendur lesa og aðstoða þá við að auka lestrarfærni sína. Við hvetjum jafnframt foreldra til að vera dugleg að lesa með börnunum sínum því eins og við öll vitum er það æfingin sem skapar meistarann.