Lestur, sögugerð og Yoga

Samþætting námsgreina og vinna með námsefnið á fjölbreyttan hátt er alltaf skemmtilegt. Leiðir og hugmyndir eru nánast óþrjótandi. Þessir nemendur voru að vinna með það sem kallað er „Yoga saga.“ Þeir semja sögu til að flytja fyrir yngri nemendur en um leið og sagan er lesin upp fylgja áheyrendur söguþræðinum með því að gera æfingar. Þátttakendur einbeita sér að því að hlusta, hreyfa sig eftir atburðum og reyna að greina boðskapinn.
Skemmtileg námsvinna hjá nemendum Grundaskóla.