Líf og fjör á vordögum hjá 2. bekk

Það var aldeilis líf og fjör í íþróttahúsinu á mánudaginn. Krakkarnir fóru í leiki, t.d. stórfiskaleik og tvíburastórfiskaleik, skotbolta og við settum upp Skólahreystibraut sem þau fóru 4-5 x í gegnum. Þau borðuðu nesti og enduðu í sundi. Frábær dagur í íþróttahúsinu.