Listalest LHÍ

Listalest LHÍ

Dagana 7. og 8. maí kemur Listalest LHÍ við á Akranesiog vinnur að uppsetningu listasýningar að Byggðasafninu á Görðum ásamt nemendum í 8. og 9. bekk beggja grunnskólannaá Akranesi. Verkefninu er stýrt af listanemum í LHÍ en unnið í samstarfi við list- og verkgreinakennara og umsjónarkennara Grundaskóla og Brekkubæjarskóla.

Verkefninu lýkur með uppsetningu sýningar á Byggðasafninu að Görðum en opnun hennar fer fram klukkan 17:00, miðvikudaginn 8. maí. Sýningin verður síðan opin eitthvað fram á sumar.

Við hvetjum alla til að mæta og kynna sér þetta frábæra verkefni.