Listasmiðja á vordögum

Það var líf og fjör í listasmiðju á vordögum og allir nemendur mjög áhugasamir og duglegir. Þar prófuðu nemendur eitt og annað t.d. að mála með tásunum og gerðu falleg fuglahús úr gosflöskum.
Kv. Elfa og Íris