Listaverk í stærðfræði
Við í 6. bekk höfum verið að vinna með form í rúmfræði í stærðfræði. Krakkarnir fengu þau frjálsu fyrirmæli að gera listaverk en einungis nota þrjú form; trapisu, samsíðung og tígul.
Fyrsta skref var að teikna listaverkið upp í reiknisbókina. Miklar pælingar fóru í listaverkin en margir hverjir ákváðu að gera ýmiskonar fígúrur.
Næsta skref var að klippa formin, sem notuð voru í listaverkin, út á karton og raða þeim síðan rétt upp. Þannig mynduðum við fjölbreytt og skemmtileg verk.
Myndir segja meira en orð...
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is