Í þessari viku erum við búin að taka þátt í mannréttindavikunni. Við í 3. bekk lásum bókina „Lítil kraftaverk“ sem fjallar um SOS barnaþorpin. Í framhaldi af því fengum við Gunnþórunni Valsdóttur í heimsókn til okkar. Hún fór fyrir nokkrum árum í sjálfboðastarf á barnaheimili í Ghana í Afríku. Hún kom og sagði okkur frá dvöl sinni þar og sýndi okkur myndir. Þetta var mjög skemmtilegt og krakkarnir höfðu margar spurningar og voru líka mjög hissa á því við hvaða aðstæður börnin þarna bjuggu.
Við viljum þakka Gunnþórunni kærlega fyrir komuna.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is