Nemendur Grundaskóla komu fram á Þjóðahátíð Vesturlands 2023 er fram fór í Íþróttahúsinu að Jaðarsbökkum fyrr í dag. Kórinn ásamt kórstjóranum Lilju Margréti Riedel stóðu sig með miklum sóma og var söng þeirra vel tekið af fjölda gesta sem sóttu hátíðina.
Þetta voru fyrstu tónleikarnir á skólaárinu en örugglega ekki þeir síðustu.