Í dag héldum við litlu jólin hátíðleg í Grundaskóla. Samkvæmt hefðinni hittu nemendur umsjónarkennara sína og áttu notalega stund í heimastofunni. Í framhaldi fluttu þriðju bekkingar helgileik, skólaskórinn kom fram og sýnt var brot úr jólasveinaleikriti 7. bekkjar. Enn fremur voru veitt verðlaun í árlegri jólakortasamkeppni skólans. Hlutskarpastur var Almar Daði Kristinsson en vinnigsmynd hans hefur nú verið prentuð sem jólakort Grundaskóla.
Að lokum var síðan dansað í kringum jólatréð en við skulum láta myndirnar tala sínu máli.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is