Ljósin hans Gutta kveikt 6. desember n.k.

Jólagleði í Garðalundi

Jólaævintýrið bíður!

Sunnudaginn 6. desember verður búið að kveikja á Ljósunum hans Gutta og þar með opnast ævintýraheimur í skógræktinni. Við hvetjum fjölskyldur til að finna sér dag eða kvöld til að fara og heimsækja bæli Jólakattarins eða jafnvel máta pottinn hennar Grýlu. Svo má líka skoða heimili jólasveinanna sem búa jú í Garðalundi á aðventunni nú eða prófa að labba yfir brúna þeirra geitapabba, geitamömmu og litla kiða kiðs.

Á ýmsum stöðum er að finna sögur, ljóð og lög sem hægt er veiða í símann sinn með hjálp myndavélar og QR-kóða og svo er um að gera að nota hugmyndaflugið til viðbótar.

Ævintýrið er ykkar - góða skemmtun.