Lokahátíð upplestrarkeppni grunnskólanna á Akranesi fór fram 19. apríl. 12 nemendur úr 7. bekk í Grundaskóla og Brekkubæjarskóla lásu úr bókinni Mamma klikk eftir Gunnar Helgason, ljóð og texta eftir Bubba Morthens og ljóð sem nemendur völdu sér sjálfir.
Allir nemendur stóðu sig með prýði og átti dómnefndin í miklum erfiðleikum að finna upplesara úr hvorum skóla.
Að lokum komst dómnefndin að sameiginlegri niðurstöðu um að upplesari Grundaskóla væri Ásdís Ýr Þorgrímsdóttir og upplesari Brekkubæjarskóla væri Sigríður Sól Þórarinsdóttir.
Við óskum þeim innilega til hamingju!
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is