Lokahátíð Upplestrarkeppni grunnskólanna á Akranesi fór fram í Tónbergi síðastliðinn miðvikudag en þar komu 12 nemendur úr Brekkubæjar – og Grundaskóla fram.
Nemendur lásu upp úr bókinni Bannað að drepa eftir Gunnar Helgason, ljóð eftir Þórarin Eldjárn og ljóð sem þeir völdu sjálfir.
Þá flutti Björgvin Þór Þórarinsson ávarp,
Flutt voru tónlistaratriði og viðurkenningar veittar.
Allir nemendur sem tóku þátt í þessari lokakeppni stóðu sig með stakri prýði og höfðu lagt mikið á sig við æfingar.
Dómnefnd kvöldsins valdi síðan bestu upplesara úr hvorum skóla en Anna Lea Halldórsdóttir var valin upplesari Brekkubæjarskóla og Halldór Emil Unnarsson upplesari Grundaskóla.
Innilega til hamingju krakkar!
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is