Það var virkilega gaman að fylgjast með nemendum okkar taka þátt í lokakeppni upplestrarkeppninnar sem haldin var í Tónbergi. Nemendur lásu brot úr bókinni Akam, ég og Annika en bókin hlaut íslensku barnabókaverðlaunin þetta árið. Þeir lásu einnig tvö ljóð að eigin vali. Gestur kvöldsins var rithöfundurinn Eva Björk Ægisdóttir fyrrverandi nemandi Grundaskóla. Hún hvatti nemendur áfram og sagði frá leið sinni að rithöfundarstarfinu. Allir keppendur stóðu sig með mikilli prýði en krýndir voru sigurvegarar Grundaskóla og Brekkubæjarskóla. Það voru þær Tinna Björg Jónsdóttir úr Grundaskóla og Lilja Dís Lárusdóttir úr Brekkubæjarskóla sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Í aðdraganda keppninnar var efnt til teiknamyndasamkeppni til að prýða boðskortið og þar urðu myndir Helenu Óskar úr Grundaskóla og Lilju Dísar úr Brekkubæjarskóla fyrir valinu. Allir nemendur stóðu sig virkilega vel og við getum verið stolt af unga fólkinu okkar.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is