Lokakvöld Upplestrarkeppninnar 2023

Í gærkvöldi fór fram hátíðlegt lokakvöld í Upplestrarkeppni grunnskólanna á Akranesi þegar keppendurnir komu saman í Tónbergi

Markmið upplestrarkepni í 7. bekk grunnskóla á Akranesi er að vekja athygli og áhuga nemenda á vönduðum upplestri og framburði, lokakvöldið heppnaðist einstaklega vel og stóðu þátttakendur sig frábærlega. 

Julia Von Káradóttir las á sínu móðurmáli sem er Pólska og nokkrir nemendur úr Tónlistarskólanum spiluðu tónlist fyrir áhorfendur.

Sérstök dómnefnd sem var skipuð þeim, Halldóru Jónsdóttur, Jakobi Þór Einarssyni og Þóru Björgu Sigurðardóttur valdi tvo einstaklinga sem sigurvegara, einn úr hvorum skóla.

Sigurvegari í Upplsestarkeppni Brekkubæjarskóla 2023 var Aðalheiður Ísold Pálmadóttir.

Sigurvegari í Upplestarkeppni Grundaskóla 2023 var Árný Lea Grímsdóttir 

 

Hér koma nokkrar myndir frá lokakvöldinu.