Lokakvöld upplestrarkeppninnar haldið í Tónbergi

Í gærkvöldi fór fram hátíðlegt lokakvöld í Upplestrarkeppni grunnskólanna á Akranesi þegar tólf efstu keppendurnir komu saman. Markmið upplestrarkeppni í 7. bekk grunnskóla á Akranesi er að vekja athygli og áhuga nemenda á vönduðum upplestri og framburði.

Undankeppnin fór fram í báðum skólum í fyrstu viku mars og voru sex nemendur úr Brekkubæjarskóla og sex nemendur úr Grundaskóla valdir úr hópnum til að lesa á lokakvöldi keppninnar. Lokakvöldið heppnaðist sérstaklega vel eins og fyrr segir og stóðu allir þátttakendur sig frábærlega.

Fyrir lokakvöldið var valin ein mynd sem skreytir boðskort keppninnar. Í ár var valin mynd eftir Ásrúnu Silju Andradóttur. 

 

Sérstök dómnefnd valdi tvo einstaklinga sem sigurvegara, einn úr hvorum skóla.

Sigurvegari í Upplestrarkeppni Brekkubæjarskóla 2021 var Nikola Jadwizyc 

Sigurvegari í upplestrarkeppni Grundaskóla 2021 var Sigurður Brynjarsson

Hér koma nokkrar myndir frá lokakvöldinu í Tónbergi, hátíðarsal Tónlistarskóla Akraness. meðal annars er mynd af fulltrúum Grundaskóla og hins vegar fulltrúum Brekkubæjarskóla á lokakvöldinu.