Löngu tímabær endurgerð á skólalóð Grundaskóla hefst í sumar

Alls bárust þrjú tilboð í verkið „Brekkubæjarskóli – Grundaskóli endurgerð lóða“ sem Akraneskaupstaður óskaði eftir tilboðum í fyrir skömmu. Kostnaðaráætlun Akraneskaupstaðar var rúmlega 27 milljónir kr.

Skipulags – og umhverfisráð Akraneskaupstaðar hefur ákveðið að gengið verði til samninga við Lóðaþjónustuna ehf. en fyrirtækið bauð lægst í verkið eða tæpar 27 milljónir króna.

Um er að ræða verktakafyrirtæki sem sérhæfir sig í jarðvinnu og yfirborðsfrágangi. Við vonum að fyritækið hefjist handa á næstu dögum og framkvæmdum verði lokið fyrir skóla í haust. Þessi áfangi sá fyrsti af fjórum á skólalóðinni okkar og fyrir löngu tímabær.

Við fögnum þessum framkvæmdum innilega