Magnea Guðlaugsdóttir hefur tekið við starfi deildarstjóra Grundasels frá og með 1. janúar 2021. Magnea er öllum hnútum kunnug í Grundaskóla en hún starfaði við skólann fyrir nokkrum árum. Hún er menntuð í tómstunda- og frístundafræðum og hefur starfað á þeim vettvangi bæði hér heima og erlendis. Við bjóðum þessa öfluga konu velkomna í Grundaskóla á ný og væntum mikils af samstarfinu.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is