Í dag var árlegur Malawi markaður í Grundaskóla. Undanfarna daga og vikur hafa nemendur í Grundaskóla lagt hart að sér við að búa til ýmis konar góðgæti og muni sem seldir voru á markaðnum. Eins og vanalega fjölmenntu foreldrar, ættingjar og vinir og eins og fram kemur í fyrirsögn safnaðist dágóð upphæð sem fer til styrkja skólamál í Malawi. Auk þess að bjóða ýmsa muni til sölu, buðu nemendur upp á ilmandi vöfflur og tónlistaratriði á sal skólans. Við þökkum öllum gestum okkar innilega fyrir stuðninginn. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem sýna stemninguna í Grundaskóla í dag.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is