Malawi markaður í Grundaskóla, fimmtudaginn 5. nóvember, frá kl. 12 – 13:30

Hinn árlegi söfnunarmarkaður vegna fátækra barna í Malawi verður haldinn í Grundaskóla, fimmtudaginn 5. Nóvember, frá klukkan 12 til 13:30.
Í áraraðir hefur það verið jólasiður í Grundaskóla að nemendur og starfsfólk gefa ekki hvert öðru jólagjafir heldur sameinast um stóra jólagjöf til þeirra sem fátækastir eru í heiminum. Grundaskóli hefur í samstarfi við Rauða krossinn unnið að uppbyggingu á skólastarfi fyrir fátæk börn. Við erum stolt af þessu verkefni og bjóðum alla velkomna á markaðinn á fimmtudaginn. Þar verður hægt að kaupa á hagstæðu verði ýmsa muni og gjafir.
Sú nýbreytni verður í ár að unglingadeildin verður með kaffihús í salnum þar sem boðið verður upp á tónlistaratriði og veitingar.  Allur ágóði af veitingasölunni rennur óskiptur til Malawi söfnunarinnar.
Á sama tíma verður miðstigið með markað í list- og verkgreinadeildinni í kjallaranum og yngsta stigið verður með markað á sínu stigi.
Vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta og styðja við þetta þarfa málefni.