Afkastamesta mötuneytið á Akranesi og þó víðar væri leitað er í Grundaskóla. Hér borða frá 350 -700 manns daglega og því gefur auga leið að hér er mikið fjör og mikið álag. Í upphafi þessa skólaárs fór Hugrún matráður í leyfi og nýr matráður tók við pottunum. Díana Carmen er nú matráður okkar og Gréta Björg er komin henni til aðstoðar.
Við komum við í mötuneytinu og tókum púlsinn á mannskapnum.
Má ég skrá mig í mat var fyrsta spurningin. ,,Ekki vandamálið vinur" var svarið og þær Carmen og Gréta brostu út að eyrum.
Hvernig leggst veturinn í ykkur og nýja verkefnið? ,,Bara vel, hér þarf engum að leiðast og mötuneytið er líflegasti staðurinn í húsinu. Það eru bara tæplega 400 í mat í dag þannig að þetta verður létt."
Er ekkert stressandi að fá svo marga í mat á hverjum degi? ,,Jú, en það venst og við erum að ná úr okkur mesta skjálftanum. Þetta er að byrja að rúlla og nú liggur leiðin bara uppávið."
Eru einhverjar breytingar fyrirhugaðar í mötuneytinu? ,,Ekki í fyrstu en stefnan er alltaf að gera betur og reka fyrirmyndar þjónustu. Við eru opnar fyrir hugmyndum og ábendingum frá nemendum, foreldrum og starfsmönnum."
Er ekki erfitt að fá svona marga í mat? ,,Jú, klárlega. Ef við ættum að hugsa bara um það þá eykst stressið. Við hugsum bara um jákvæðu hlutina s.s. við hittum marga, hér er fjör og tíminn flýgur áfram. Þá þurfum við ekki að kaupa dýra einkaþjálfun því hér er mannskapurinn í þrekþjálfun alla daga. Sérðu ekki hvað við erum í góðu formi?"
Við yfirgefum eldhúsið með bros á vör. Það þarf enginn að efast um að mötuneytið er í góðum höndum.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is